Dregur úr líffræðilegum fjölbreytileika á Norðurlöndum
Líffræðilegur fjölbreytileiki á í vök að verjast á Norðurlöndum. Svæði með verðmætri náttúru hafa minnkað samhliða því að landbúnaður, samgöngukerfi og byggð breiða úr sér. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur látið gera.
Í skýrslunni er bent á að dregið hafi hratt úr líffræðilegum fjölbreytileika á Norðurlöndum síðan 1990. Þessi óheillaþróun hefur jafnframt í för með sér að Norðurlönd ná varla alþjóðlegum markmiðum um að stöðva rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika fyrir árið 2010, segir Bo Normander verkefnastjóri við dönsku Umhverfisrannsóknastofnunina við Árósaháskóla.
Niðurstaða skýrslunnar er að aðgerða sé þörf og einnig endurskoðun á náttúruvernd á Norðurlöndum ef takast á að snúa þróuninnni við.
Frétt á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar.
State of biodiversity in the Nordic countries (pdf-skjal).