Hoppa yfir valmynd
11. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni blindra, sjónskertra og daufblindra

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hitti fulltrúa samráðsnefndar um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga á fyrsta fundi hópsins sem haldinn var nýlega. Huld Magnúsdóttir, nýr forstjóri stofnunarinnar, sat einnig fundinn. Helgi Hjörvar alþingismaður er formaður samráðsnefndarinnar.

Félags- og tryggingamálaráðherra skipar samráðsnefndina samkvæmt lögum um stofnunina nr. 16/2008 og er hlutverk hennar að vera ráðherra og forstjóra stofnunarinnar til faglegrar ráðgjafar um málefni hennar. Í samráðsnefndinni eiga sæti fulltrúar Blindrafélagsins, Daufblindrafélags Íslands, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra skipar formann án tilnefningar.

Eftirtaldir eiga sæti í samráðsnefndinni:

  • Helgi Hjörvar, formaður,
    til vara: Þór Garðar Þórarinsson,
  • Kristinn Halldór Einarsson, tilnefndur af Blindrafélaginu,
    til vara: Ágústa Eir Gunnarsdóttir,
  • Bryndís Snæbjörnsdóttir, tilnefnd af Daufblindrafélagi Íslands,
    til vara: Friðgeir Jóhannesson,
  • Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti,
    til vara: Gunnar Alexander Ólafsson,
  • Ragnheiður Bóasdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti,
    til vara: Guðni Olgeirsson,
  • Garðar Páll Vignisson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
    til vara: Svanlaug Guðnadóttir.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta