Hoppa yfir valmynd
13. mars 2009 Utanríkisráðuneytið

Þróunarsjóður EFTA auglýsir eftir eftirlitsaðilum með styrktum verkefnum

Þróunarsjóður EFTA auglýsir eftir eftirlitsaðilum með verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Umfang einstakra verkefna getur numið tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Til að tryggja að fjármagn nýtist samkvæmt reglum sjóðsins eru fengnir eftirlitsaðilar með sérþekkingu á viðkomandi sviðum, t.d. fjármálum, endurskoðun, umhverfisvernd, varðveislu menningarverðmæta, mannauðsstjórnun, heilbrigðismálum, landamæraeftirlits og styrkingu réttarkerfis.

Þróunarsjóðurinn veitir styrki til verkefna í 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins: Búlgaríu, Eistlandi, Grikklandi, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Möltu, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Tékklandi og Ungverjalandi,

Umsóknarfrestur í forvali eftirlitsaðila rennur út 24. mars n.k. og eru íslenskir aðilar, með sérþekkingu á þessum sviðum, hvattir til að kynna sér möguleikana á heimasíðu Þróunarsjóðsins, en slóðin er: www.eeagrants.org.

Helstu upplýsingar og eyðublöð fyrir forval eftirlitsaðila er að finna á slóðinni: www.eeagrants.org/id/1089

Mælt er með því að hafa beint samband við skrifstofu sjóðsins í Brussel, en nánari upplýsingar veitir Emily Harwit, [email protected], sími +32 2 211 -1818. Hérlendis má hafa samband við Bjarna Vestmann, [email protected], sími 545 9900.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta