Hoppa yfir valmynd
18. mars 2009 Matvælaráðuneytið

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

Viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum. Með frumvarpinu eru lagðar til viðamiklar breytingar á XII. kafla laga um fjármálafyrirtæki, en kaflinn fjallar um endurskipulagningu fjárhags fjármálafyrirtækja, slit þeirra og samruna við önnur fjármálafyrirtæki. Í frumvarpinu er lagt til að setta verði nýjar reglur um slitameðferð fjármálafyrirtækja sem taki mið af reglum um gjaldþrotaskipti. Gert er ráð fyrir að skipuð verði slitastjórn sem hafi um flest sömu heimildir og skiptastjóri þrotabús, þó þannig að slitastjórn skal hafa að markmiði að fá sem mest fyrir eignir fjármálafyrirtækis. Þá er kveðið á um að slitameðferð geti lokið með ferns konar hætti, m. a. að hefja starfsemi á ný eða leita nauðasamninga. Í bráðabirgða ákvæðum með frumvarpinu er mælt fyrir um hvernig fara skuli með fjármálafyrirtæki sem njóta greiðslustöðvunar við gildistöku laganna.

Staða frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum á Alþingi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta