Afhending trúnaðarbréfs
Þann 19. mars afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra Karolos Papoulias, forseta Grikklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Grikklandi, með aðsetur í Ósló.
Mikill hlýhugur í garð íslensku þjóðarinnar kom fram í máli forseta og kvaðst hann þess fullviss að Íslendingar myndu vinna sig út úr þeim vanda sem nú væri við að eiga.