Hoppa yfir valmynd
23. mars 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Breytingar á nefnd sem fer með samningaviðræður við nágrannaríki

Fréttatilkynning nr. 20/2009

Í lok febrúar síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að skipa tvær nefndir til að fara með samningaviðræður annars vegar vegna Icesave-skuldbindinga og hins vegar vegna þeirra lána sem nágrannaríki Íslands hafa heitið.
Breytingar hafa verið gerðar á þeirri nefnd sem fer með samningaviðræður við nágrannaríki og nefndarmönnum hefur verið fjölgað úr fjórum í fimm.

Jón Sigurðsson, fer fyrir nefndinni sem fer með samningaviðræður við nágrannaríki. Aðrir nefndarmenn eftir breytingar eru: Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, Martin Eyjólfsson, Ragnhildur Arnljótsdóttir og Sturla Pálsson.

Svavar Gestsson sendiherra er formaður nefndarinnar sem sér um samninga vegna Icesave-skuldbindinga. Með honum í þeirri nefnd eru: Áslaug Árnadóttir, Indriði Þorláksson, Martin Eyjólfsson, Páll Þórhallsson og Sturla Pálsson.

Fjármálaráðuneytinu, 23. mars 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta