Hoppa yfir valmynd
23. mars 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Námsstefna fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna

Námsstefna - 3. apríl 2009 - kl. 9.00 til 12.00 - Hótel Saga

Námsstefna verður haldin 3. apríl næstkomandi þar sem fjallað verður um tækifæri og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa misst atvinnuna.

Fjallað verður um breytingar á löggjöfinni og hvaða möguleikar felast í þeim. Christer Gustafsson, stofnandi og stjórnarmeðlimur Hallander-verkefnisins sem gaf góða raun í Svíþjóð í byrjun níunda áratugarins, mun flytja fyrirlestur um verkefnið. Verkefnið fólst í því að kenna atvinnulausum iðnaðarmönnum handbragð við að varðveita gömul hús. Úr verkefninu skapaðist fjöldi nýrra starfa og yfir átta hundruð atvinnulausir einstaklingar nýttu sér tækifærið til að læra nýja iðn. Verkefnið hlaut alþjóðalega athygli og hefur það verið útfært í Eystrasaltsríkjunum undir nafninu Balcon. Verkefnið var tilnefnt af Sameinuðu þjóðunum sem eitt af hundrað fyrirmyndaverkefnum árið 2002. Fjöldi innlendra úrræða sem hafa það markmið að stuðla að aukinni virkni og bættri stöðu atvinnulausra á vinnumarkaðinum verða enn fremur kynnt.

Dagskrá

9.05-9.15 Ávarp Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra.
9.15-9.35 Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
9.35-10.05 Christer Gustafsson, Hallander-verkefnið.
10.05-10.25 Kaffi.
10.20-11.20 Örkynningar

  • Virkjun.
  • Impra: Frumkvöðlasetrið og Starfsorka.
  • Nýttu kraftinn.
  • Bættu um betur.
  • Efling.
  • Hitt húsið: Vítamín og Klár í kreppuna.
  • Átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunar.

11.25-11.50 Pallborðsumræður.
11.50-12.00 Ráðstefnuslit. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.

Fundarstjóri verður Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, ráðuneytisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Námsstefnan er opin öllum og aðgangur frír.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected].

Námsstefnan er haldin á vegum nefndar félags- og tryggingamálaráðuneytis er vinnur að vinnumarkaðsúrræðum.

Námsstefna - merki þátttakenda

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta