Hoppa yfir valmynd
24. mars 2009 Forsætisráðuneytið

Styrkveitingar Grænlandssjóðs 2009

Úthlutað hefur verið styrkjum úr Grænlandssjóði fyrir árið 2009. Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 102/1980 og veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttasýninga og annarra málefna á sviði lista, vísinda og tæknimála, er eflt geta samskipti Grænlendinga og Íslendinga.

Ráðstöfunarfé sjóðsins nam að þessu sinni 1,96 milljónum króna. Styrkumsóknir voru 11.

Samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila:

  • Gísla Má Gíslason prófessor vegna kynnisferðar og rannsóknarverkefnis um skyldleika vatnadýra á Íslandi og Grænlandi.
  • Norræna félagið á Akureyri vegna kynnisferðar á slóðir Eiríks rauða í Eystrabyggð á Grænlandi fyrir áhugamenn um sögu Grænlands og tengsl milli landanna.
  • Kammerkór Suðurlands á Selfossi vegna tónleikaferðalags til Grænlands.
  • Starfsmannafélag fjölskyldu- og húsdýragarðsins vegna kynnisferðar vegna mögulegs innflutnings á grænlenskum spendýrum til Íslands.
  • Listahátíðina List án landamæra vegna þátttöku grænlensks trommudansara á listahátíð fatlaðra á Akureyri og Egilsstöðum.
  • Önnu Maríu Sigurjónsdóttur ljósmyndara vegna bókar og ljósmyndasýningar á Íslandi um aðstæður barna á Grænlandi.
  • Fiann Paul ljósmyndara vegna ljósmyndasýningar í Nuuk um íslenska og grænlenska þjóð og menningu.

Reykjavík 24. mars 2009

 

Fréttatilkynning á dönsku / Pressemeddelelse

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta