Hoppa yfir valmynd
25. mars 2009 Utanríkisráðuneytið

Efling norrænnar samvinnu í þróunar- og mannúðarverkefnum í Afganistan

Ragnheiður Kolsöe, þróunarfulltrúi friðargæslunnar heldur ræðu við upphaf almannvarnanámskeiðs sem haldið var fyrir heimamenn í Ghor héraði
Fridargaeslulidi_i_Afganistan

Út er komin skýrsla um þróunar- og mannúðarstarf Norðurlandanna í Afganistan, sem veitir yfirlit yfir framlag einstaka þjóða og fjallar um hugsanleg samlegðaráhrif norrænar samvinnu á þessu sviði. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að aukin samvinna geti stuðlað að betri nýtingu fjármagns og aukinni skilvirkni bæði við undirbúning og þjálfun sérfræðinga, í framkvæmd verkefna og í samskiptum við afgönsk stjórnvöld og alþjóðastofnanir í landinu. Þá kemur fram að löndin hafa lagt áherslu á að svipaða málaflokka s.s. mannréttindi, jafnréttismál, menntun og skilvirkari stjórnsýslu.

Skýrsluna má rekja til fundar norrænu utanríkiráðherranna sem haldinn var í Stokkhólmi í apríl 2008 en þar var ákveðið að vinna úttekt á aðkomu Norðurlandaþjóðanna að þróunar- og mannúðarstarfi í Afganistan með það að markmiði að efla samstarfið. Úttektin var unnin á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Noregs NORAD.

Skýrsluna má lesa hér.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta