Hoppa yfir valmynd
25. mars 2009 Matvælaráðuneytið

Nr. 11/2009 - Símtal Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við sjávarútvegsráðherra Noregs

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, átti símtal við Helgu Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs nú í hádeginu vegna yfirlýsinga í norskum fjölmiðlum um markílveiðar Íslendinga. Símtalið var vinsamlegt og skipst var á sjónarmiðum en ljóst að skoðanaágreiningur er á milli þjóðanna. Tilkynnti norski ráðherrann að sent yrði bréf á næstu dögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem sjónarmið Noregs yrðu kynnt. Því bréfi mun verða svarað af Íslands hálfu og í kjölfar þess munu næstu skref verða ákveðin.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta