Hoppa yfir valmynd
26. mars 2009 Dómsmálaráðuneytið

Dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti ríkissaksóknara

Valtýr Sigurðsson og Ragna Árnadóttir
Heimsókn til ríkissaksóknara; Valtýr Sigurðsson og Ragna Árnadóttir.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti embætti ríkissaksóknara í dag, fimmtudaginn 26. mars 2009, ásamt starfsfólki úr ráðuneytinu.

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari og samstarfsfólk hans tók á móti ráðherra. Rædd voru ýmis málefni er snerta starfsemi embættisins, s.s. um gríðarlega aukinn málafjölda hjá embættinu á síðustu árum og þá breytingu sem ráðgert er að verði þegar embætti héraðssaksóknara á að taka til starfa til starfa, en því var frestað með lögum til 1. janúar 2010.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta