Ný gjaldskrá á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993
Forsætisráðherra hefur gefið út nýjar gjaldskrár á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Heimilt verður að taka gjald vegna ljósritunar gagna er nemi 20 krónum fyrir hverja blaðsíðu (A4) fyrir fyrstu 100 bls. en 15. kr. fyrir hverja bls. umfram það. Ef umfang er mikið eða aðstaða ekki fyrir hendi er eftir sem áður heimilt að fela utanaðkomandi aðila ljósritun og innheimta kostnað samkvæmt reikningi.
Gjaldskrárnar má nálgast hér:
- Gjaldskrá fyrir ljósrit eða afrit sem veitt eru á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996
- Gjaldskrá fyrir ljósrit eða afrit sem veitt eru á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993
Reykjavík 26. mars 2009