Skráðar upplýsingar um hagsmunatengsl ráðherra og trúnaðarstörf birtar
Með ákvörðun ríkisstjórnar frá 17. mars sl. var ákveðið að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skyldu gera almenningi grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum sem þeir gegna í samræmi við reglur forsætisnefndar Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings frá 16. mars 2009. Óskaði forsætisráðherra í framhaldi eftir því að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands sendu forsætisráðuneytinu upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf sem þeir gegna.
Svör hafa nú borist forsætisráðuneytinu frá öllum ráðherrum í ríkisstjórn Íslands og eru svörin eftirfarandi:
- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
- Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
- Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra
- Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra
- Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra
- Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra
- Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
- Kristján L. Möller, samgönguráðherra
- Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra
- Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra