Stefnumótun í skógrækt
Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd sem skal gera langtímastefnumótun fyrir íslenska nytjaskógrækt í samræmi við lög um landshlutaverkefni í skógrækt nr 95/2006.
Mat verður lagt á framkvæmd landshlutaverkefnanna til þessa auk annarra mælikvarða sem höfð verða til hliðsjónar við þessa stefnumörkun. Meðal þeirra atriða sem nefndinni er falið að hafa til hliðsjónar er skipulag og rekstur landshlutaverkefnanna og mikilvægi fyrir byggðaþróun. Hlutverk skógræktar gagnvart viðbrögðum Íslands við loftsslagsvandanum verður mikilvæg þáttur í stefnumörkuninni. Að auki verður hugað að samspili skógræktar við aðra landnotkun í landbúnaði, rannsóknir og fræðsla auk fleiri þátta.
Formaður nefndarinnar er Jón Birgir Jónsson, verkfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneyti. Nefndinni er ætlað að skila áfangaskýrslu með haustinu.
Nefnd um stefnumótun í samræmi við lög um landshlutaverkefni í skógrækt