Yfirlit um rammagreinar og viðauka í Þjóðarbúskapnum
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 26. mars 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Nú hefur verið birt yfirlit á vef fjármálaráðuneytisins yfir þær 75 rammagreinar og viðauka á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála sem birtir hafa verið í Þjóðarbúskapunum undanfarin 4 ár.
Meðal verkefna efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins er að leggja fram þjóðhagsforsendur fyrir fjárlagagerðina á grundvelli þjóðhagsspár og að gera tekjuáætlun fyrir ríkissjóð til skemmri og lengri tíma.
Í tengslum við það eru gerðar ýmsar rannsóknir á sviði opinberra fjármála og fjármálaráðherra veitt ráðgjöf um áherslur í ríkisfjármálastjórn (e. fiscal policy).
Þá gerir efnahagsskrifstofa margvíslegar hagrannsóknir, m.a. á áhrifum skatta og stóriðjuframkvæmda á atvinnustarfsemi og velferð landsmanna. Mikil áhersla hefur verið lögð á rannsóknarvinnu til að bæta áætlanagerðina og ráðgjöfina.
Niðurstöður þessarar vinnu eru birtar reglulega, að vori og hausti, í þjóðhagsskýrslu fjármálaráðuneytisins, Þjóðarbúskapurinn.