Hoppa yfir valmynd
31. mars 2009 Matvælaráðuneytið

Nr. 13/2009 - Afmörkun svæða fyrir hvalaskoðun

Þann 18. febrúar sl. tiltók Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttatilkynningu og á blaðamannafundi varðandi hvalveiðimál meðal annars eftirfarandi:

“Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar. Þetta er gert á grundvelli laga og til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina.”

Í kjölfarið fól ráðherra Hafrannóknarstofnuninni að útbúa tillögur að slíkum svæðum að undangengnu samráði við hagsmunaaðila.

Nú liggja þessar tillögur stofnunarinnar fyrir og eru settar á vefsíðu ráðuneytisins til kynningar fram að páskum og er öllum velkomið að senda ráðuneytinu athugasemdir við þær á þessum tíma. Í kjölfarið mun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra taka ákvörðun og gefa út reglugerð þar sem hvalaskoðunarsvæðin verða staðfest.

Það er von sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afmörkun svæða með þessum hætti verði til þess að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman án árekstra næsta sumar. Hvetur hann alla sem að málum koma til að leggja sig fram um að svo megi verða.

 

 Greinargerð Hafrannsóknarstofnunarinnar í heild (1995Kb)

Norðurland hvalaskoðun - mynd (18Kb)

Faxaflói hvalaskoðun - mynd (19Kb)

Allt landið hvalaskoðun pdf (25Kb)

 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta