Utanríkisráðherrar Íslands og Bretlands funda í Lundúnum
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund í Lundúnum með breskum starfsbróður sínum, David Miliband. Ráðherrarnir áttu hreinskiptnar og uppbyggilegar viðræður um óleyst úrlausnarefni og tvíhliða samskipti ríkjanna.
Ráðherrarnir sammæltust um að ljúka viðræðum vegna IceSave, með öðrum hluteigandi aðilum, á ásættanlegan hátt fyrir báðar þjóðir, eins fljótt og kostur er. Viðræðunefndir undir forystu fjármálaráðuneyta þjóðanna munu fylgja fundi utanríkisráðherranna eftir.
Þá lögðu utanríkisráðherrarnir áherslu á mikilvægri góðra samskipta ríkjanna svo og aukinna samskipta á sviði öryggis- og varnarmála, Norðurslóða og endurnýjanlegrar orku.