Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný hagspá OECD

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 2. apríl 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í nýrri hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, kemur fram að hagkerfi heimsins sé að fara í gegnum dýpsta og samstilltasta samdráttarskeið á ævi flestra okkar sem nú lifum.

Orsökina er að finna í hinni alþjóðlegu fjármálakrísu sem leitt hefur til hruns alþjóðaviðskipta. Þá hafa svartsýni og þrengingar á lánamörkuðum lagst þungt á framleiðslu og atvinnustarfsemi, jafnt í aðildarríkjunum sem öðrum ríkjum. Til viðbótar er samdráttur í atvinnustarfsemi og tekjum farinn að veikja efnahagsreikninga banka og auka á niðursveifluna.

Hagvöxtur á OEDC-svæðinu

Í skýrslunni bendir stofnunin á aðgerðir í efnahagsmálum sem líklegar eru til að stöðva samdráttinn og leiða til viðvarandi uppsveiflu. Miðað við slíkar aðgerðir reiknar stofnunin með að botni niðursveiflunnar verði náð í ár og að hagvöxtur hefjist árið 2010. Jafnframt bendir OECD á að mikil óvissa tengist mati á núverandi aðstæðum og framvindunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá ársfjórðungslega þróun hagvaxtar (á árshraða) á OECD-svæðinu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta