Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Upplýsingaskiptasamningur við Cayman-eyjar

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 2. apríl 2009 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í gær var undirritaður í Stokkhólmi samningur milli Íslands og Cayman- eyja um upplýsingaskipti á sviði skattamála.

Á sama tíma undirrituðu hin Norðurlöndin samhljóða samning við Cayman-eyjar. Af hálfu Íslands undirritaði Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra samninginn en fyrir hönd Cayman-eyja Alden McLaughlin, ráðherra alþjóðlegra fjármálaviðskipta.

Jafnframt hefur verið unnið að gerð þriggja samninga er varða skattlagningu tekna á afmörkuðum sviðum, þ.e. samningur um að komast hjá tvöfaldri skattlagningu á tekjur einstaklinga, samningur um skattlagningu tekna af rekstri skipa og flugvéla og samningur um aðferðir við ákvörðun hagnaðar tengdra fyrirtækja.

Þessir þrír samningar verða undirritaðir í París í sumar. Stefnt er að fullgildingu allra samninganna á þessu ári og munu þeir koma til framkvæmda um næstu áramót.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta