Íþróttavakning framhaldsskóla 2009
Lokahátíð Íþróttavakningar framhaldsskóla verður haldin á morgun, laugardaginn 4. apríl, kl. 14:30 í Smáranum og Fífunni Kópavogi. Þar fæst úr því skorið hvaða framhaldsskóli hlýtur titilinn: Íþróttaskóli ársins 2009.
Úrslitadagurinn er endapunktur á heilsueflingarátaki sem hefur staðið yfir í allan vetur og snýst um að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar og efla með því forvarnir í framhaldsskólum. Markmiðið er að hvetja framhaldsskólanemendur til að hreyfa sig meira og alls hafa um 8000 nemendur víðs vegar af landinu tekið þátt í átakinu, sem verður árlegt upp frá þessu.
Ráðherrar mennta- og heilbrigðismála setja hátíðina en síðan verður hitað upp í LazerTag og hreystibraut þar sem nemendur keppa við kennara og ráðherrarnir etja kappi í hreystibrautinni. Í kjölfar þess verður keppt í fótbolta, blaki, sundi og frjálsum íþróttum.
Hljómsveitin Dikta spilar og plötusnúður verður á staðnum og sér um fjörið.
Allar nánari upplýsingar má finna hér