Auglýsing um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Námsmatsstofnun sér um prófin sem hefjast 8. júní næstkomandi fyrir þá umsækjendur sem hafa skráð sig í próf fyrir 15. maí.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Námsmatsstofnun sér um prófin sem hefjast 8. júní næstkomandi fyrir þá umsækjendur sem hafa skráð sig í próf fyrir 15. maí.
Skráning í prófin fer fram með rafrænum hætti á vef Námsmatsstofnunar, www.namsmat.is, og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um það í hvaða húsnæði prófin fara fram, sýnishorn af verkefnum og prófkröfur. Einnig eru veittar upplýsingar hjá Námsmatsstofnun í síma 550 2400.
Prófin verða haldin í Reykjavík og utan höfuðborgarsvæðisins ef næg þátttaka fæst. Þeir sem skrá sig eftir 15. maí eiga þess kost að taka próf í nóvember/desember á þessu ári. Gjald fyrir þátttöku í prófi er 7000 krónur.
Auglýsing (pdf-skjal)