Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2009 Forsætisráðuneytið

Staða mála á verkefnaskrá ríkisstjórnar 7. apríl 2009

Verkefnalisti ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er varðar heimilin og fyrirtækin var kynntur á blaðamannfundi 7. apríl 2009. Eins og sjá má standa enn nokkur mál útaf og eiga eftir að fá afgreiðslu á Alþingi. Flest málin eru enn í 2. umræðu en afgreiðsla laga um skattamál (undanskot og skattframkvæmd) og lög um listamannalaun eru í þriðju umræðu.

Listann í heild má sjá hér að neðan.

FYRIRTÆKIN

  • Endurreisn efnahagslífsins er háð því að fyrirtækin í landinu geti starfað af fullum krafti.
  • Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs að létta greiðslubyrði tolla og virðisaukaskatts ásamt því að koma á sveigjanlegri gjalddögum aðflutnings- og vörugjalda.
  • Til að tryggja næg verkefni í byggingariðnaði hefur framkvæmdum verið flýtt á vegum ríkisins, uppbyggingu tónlistarhúss verður haldið áfram og hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts í byggingariðnaði hækkað í 100%. Íbúðalánasjóður hefur fengið rýmri heimildir til að lána til viðhaldsverkefna sem skapar störf.
  • Unnið er samkvæmt áætlun um land allt sem mun skapa allt að 6000 störf, þar af 2000 í orkufrekum iðnaði.
  • Meira fé rennur nú til ferðamála en nokkru sinni fyrr. Það skapar störf og færir gjaldeyri inn í landið.
  • Nýsköpunarstarf hefur verið eflt, frumkvöðlasetur sett á stofn og ákveðið að ívilna sprotafyrirtækjum.
  • Frumkvöðlastyrkir hafa verið teknir upp og brúarstyrkir eru veittir fyrir lengra komnar hugmyndir á sviði nýsköpunar.
  • Sérstakir öndvegisstyrkir verða veittir á sviði orkulíftækni og innlendrar eldsneytisframleiðslu, sjálfbærrar ferðamennsku og vistvænnar hönnunar og skipulags.
  • Fyrirtæki geta nú ráðið til sín starfsfólk með styrk ríkisins, í starfsþjálfun, til reynslu, í átaksverkefni og nýsköpun.
  • Hlutabætur bjóðast á móti hlutastarfi. Vinnumálastofnun býður upp á mörg fleiri úrræði fyrir þá sem eru að leita að vinnu.
  • Til að laða til landsins gjaldeyri og atvinnu hefur endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar verið hækkað úr 14 í 20%.
  • Nú sér fyrir endann á endurreisn bankakerfisins í samræmi við samþykkta stefnumörkun.
  • Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur breytt reglum sjóðsins til að koma frekar til móts við þá sem hafa orðið fyrir áföllum eins og til dæmis atvinnumissi.

HEIMILIN/EINSTAKLINGAR

  • Mikilvægt er að styðja við heimilin í landinu, standa vörð um velferð borgaranna og styrkja öryggisnet samfélagsins.
  • Þess vegna hefur verið gripið til aðgerða sem lækka greiðslubyrði húsnæðislána um 10 – 50%.
  • Þeir sem standa höllum fæti geta tekið út eina milljón króna af séreignarsparnaði sínum og hjón eða sambýlingar tvær milljónir.
  • Íbúðalánasjóður hefur margvísleg úrræði til að létta byrði skuldara og nú hafa allar fjármálastofnanir í landinu fengið sömu heimildir.
  • Bankar geta því fryst húsnæðislán til allt að þriggja ára.
  • Ný lög um ábyrgðarmenn takmarka ábyrgð m.a. þannig að ekki má ganga að húseign ábyrgðarmanns.
  • Búið er að fresta nauðungaruppboðum fram til októberloka.
  • Stuðningur aðstoðarmanns við gjaldþrot hefur verið aukinn, leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota lögleidd og aðfararfrestur lengdur úr 15 dögum í 40.
  • Þeir sem eiga í vandræðum með skuldir sínar eiga nú kost á greiðsluaðlögun og mögulegri niðurfellingu skulda og starfsemi ráðgjafastofu um fjármál heimilana verður efld.
  • Velferðarvaktin stendur vörð um hagsmuni almennings og fylgist með þeim hópum sem veikastir eru fyrir.

Fleiri brýn mál bíða afgreiðslu Alþingis.

  • Hækkun vaxtabóta um 25% sem getur verulega aukið tekjur hinna lægstlaunuðu.
  • Frumvarp sem lagar stöðu þeirra sem skulda fasteignaveðlán.
  • Fjölgun þeirra sem þegið geta listamannalaun.
  • Stofnun eignarhaldsfélags um mikilvæg fyrirtæki sem eiga í miklum erfiðleikum
  • Frumvarp um slit á fjármálafyrirtækjum og kostnaður af störfum skilanefnda.
  • Frumvarp um breytingar á fjármálamarkaði er varða niðurfellingu sektar eða ákæru til að greiða fyrir rannsókn afbrots.
  • Frumvarp um styrkari skattframkvæmd og hömlur gegn skattundanskotum
  • Heimild til samninga um álver í Helguvík.

Reykjavík 7. apríl 2009

 

Verkefnaskrá og staða mála á island.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta