Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2009 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórn samþykkir aukið fjárframlag til LÍN

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum 14. apríl að auka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 660 milljónir króna til að koma til móts við þarfir stúdenta sem vilja stunda nám í sumar. Einnig var samþykkt að menntamálaráðherra ræddi við háskólana um framboð lánshæfra sumarnámskeiða í sumar og hvernig verði best komið til móts við nemendur. Í þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar felst að forgangsraðað er í þágu menntunar. Ákvörðun ríkisstjórnar um 660 milljóna króna viðbótarframlag til LÍN gerir sjóðnum kleift að veita lán til námsmanna fyrir allt að einn og hálfan milljarð króna. Unnið er að nánari útfærslu í samráði við stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Auk þessa máls kynnti utanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundinum mál er snerta evrópska gervihnattaleiðsögukerfið Galileo og upptöku þess í EES-samninginn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta