Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2009 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður verðmats nýju bankanna

Í samræmi við áætlanir stjórnvalda og Fjármálaeftirlitsins hefur Deloitte LLP nú lokið bráðabirgðaverðmati þeirra eigna sem fluttar voru úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Ráðgjafafyrirtækið Oliver Wyman hefur einnig skilað skýrslu um framkvæmd verðmatsins fyrir hvern banka fyrir sig. Fyrirtækin vinna nú að lokafrágangi matsins og er þess er vænst að fullnaðarútgáfa liggi fyrir í næstu viku. Nauðsynlegt er að upplýsingar um verðmat séu fyrst birtar samningsaðilum og þeim gefinn kostur á að taka afstöðu til þeirra og kynna sér þær ítarlega. Þegar samningar hafa náðst verður samantekt á efni skýrslnanna gerð opinber.

Með því er mikilvægum áfanga í endurreisn bankanna náð. Í framhaldi af þessu verður nú unnið að því að ljúka endurfjármögnun bankanna. Það er mikilvægt skref til að þeir geti sem best stutt atvinnulífið í landinu og lagt sitt af mörkum við endurreisn efnahagslífsins. Sjá nánar frétt á vef Fjármálaeftirlitsins.

Viðskiptaráðuneytinu, 16. apríl 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta