Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra tekur á móti slóvakískri starfssystur sinni

Frá fundi með slóvakísku sendinefndinniÁsta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, tók í dag á móti starfssystur sinni, Viera Tombanova, ráðherra félags-, vinnu- og fjölskyldumála í Slóvakíu. Ráðherrann er hér á landi til að kynna sér íslenska velferðarkerfið.

Á fundi ráðherranna kynnti félags- og tryggingamálaráðherra orsakir og afleiðingar efnahagshrunsins á Íslandi og þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til í kjölfarið. Ráðherra kynnti einnig leiðir íslenskra stjórnvalda í ýmsum velferðarmálum eins og barnavernd, málefnum aldraða og jafnréttismálum.

Frú Tombanova mun í heimsókn sinni einnig kynna sér Íbúðalánasjóð, stöðu innflytjendamála og lífeyrissjóðakerfið á Íslandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta