Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Áætlun stjórnvalda um sumarúrræði fyrir námsfólk

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að auka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 660 milljónir króna til að koma til móts við þarfir stúdenta sem vilja stunda nám í sumar.

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að auka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 660 milljónir króna til að koma til móts við þarfir stúdenta sem vilja stunda nám í sumar. Einnig var samþykkt að menntamálaráðherra ræddi við háskólana um framboð lánshæfra sumarnámskeiða í sumar.

Mikil óvissa ríkir um atvinnumál stúdenta í sumar en gera má ráð fyrir að allt að 5.000 námsmenn verði án vinnu í sumar og eigi rétt á atvinnuleysisbótum. Menntamálaráðherra telur mikilvægt þess í stað að beina stúdentum að námi í sumar. Ákvörðun ríkisstjórnar um 660 milljóna króna viðbótarframlag til LÍN gerir sjóðnum kleift að veita lán til námsmanna fyrir allt að einn og hálfan milljarð króna. Unnið er að nánari útfærslu í samráði við stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Í þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar felst að forgangsraðað er í þágu menntunar. Ávinningurinn fyrir samfélagið felst í meiri virkni stúdenta í sumar og stuðlar þannig að því að þeir útskrifist fyrr með prófgráður.

Menntamálaráðherra mun í dag og á næstu dögum ræða við rektora háskólanna um fyrirkomulag námsins í sumar og hvernig verði best komið til móts við nemendur.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta