Viðskiptaráðuneytið var stofnað 17. apríl 1939 og er 70 ára í dag
Á starfstíma ráðuneytisins hafa viðskiptahættir í heiminum tekið stakkaskiptum og hafa verkefni ráðuneytisins í gegnum tíðina dregið dám af þeim breytingum.
Alls hefur 21 ráðherra sinnt starfi viðskiptaráðherra á starfstíma ráðuneytisins. Viðskiptaráðuneyti var til 15 ára rekið sameiginlega með iðnaðarráðuneyti og deildi með því húsnæði og starfsfólki. Einnig var sami ráðherra yfir báðum ráðuneytum í 19 ár.
Núverandi viðskiptaráðherra er Gylfi Magnússon og starfsfólk ráðuneytisins er 21 talsins.
Sögulegt yfirlit viðskiptaráðuneytis.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Listi yfir fyrrverandi ráðherra.