Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2009 Matvælaráðuneytið

Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við ísland

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun um neðangreint verkefni með vísan til þess sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í febrúar s.l. um verkefni varðandi málefni hvala.

Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við Ísland.

Verkefnislýsing:

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tekur að sér að leggja mat á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við Ísland. Í matinu verður litið til áhrifa hvalveiða á atvinnustig, fjárfestingar og útflutningstekjur auk afleiddra áhrifa á ferðaþjónustu og önnur hugsanleg áhrif á aðrar atvinnugreinar. Í þessu skyni verður beitt kostnaðar- og nytjagreiningu til að vega saman jákvæð og neikvæð áhrif af hvalveiðum fyrir þjóðarhag.

Í þessu verkefni skiptir miklu að afla traustra gagna, bæði úr opinberum gagnaveitum en einnig eftir öðrum leiðum, s.s. með viðtölum við stjórnendur fyrirtækja í þeim ýmsu greinum sem málinu tengjast.

Efnisyfirlit skýrslunnar gæti litið þannig út:

1.     Inngangur

2.      Fræðileg umfjöllun um viðfangsefnið og aðferðir

3.      Umfang hvalveiða á Íslandi og tengdra greina

4.      Áhrif hvala á lífríkið og efnahagsleg áhrif þess

5.      Áhrif hvalveiða á aðrar atvinnugreinar

6.      Kostnaðar- og nytjagreining vegna hvalveiða

7.      Niðurstöður



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta