Jafnréttismál í brennidepli
Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofa munu hafa umsjón með fjölmörgum verkefnum og viðburðum á sviði jafnréttismála á formennskuári Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni 2009. Af einstökum verkefnum má nefna samanburðarrannsókn á fæðingar- og foreldraorlofi á Norðurlöndunum, rannsókn á hlut kynja í stjórnmálum og atvinnulífi og námsstefnu um jafnréttisfræðslu í norrænum skólum.
- Upplýsingar um þessi verkefni og fleiri má lesa á vefsvæði forsætisráðuneytisins um formennskuár Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni.