Ný stjórn Útflutningsráðs
Utanríkisráðherra skipaði í dag nýja stjórn Útflutningsráðs. Í fyrsta sinn í 22 ára sögu ráðsins eru konur í meirihluta stjórnarinnar.
Aðalmenn, tilnefndir af atvinnulífi, eru Valur Valsson, Hjörtur Gíslason, Anna G. Sverrisdóttir, og Ólafur Daðason. Aðalmenn skipaðir án tilnefningar eru Linda B. Gunnlaugsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir, og Bryndís Kjartansdóttir.
Meginhlutverk Útflutningsráðs er að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur sínar, þjónustu og þekkingu erlendis. Í síðasta mánuði lagði utanríkisráðherra fram frumvarp til laga um Íslandsstofu sem leysa mun Útflutningsráð af hólmi en hlutverk hennar verður víðtækara en Útflutningsráðs. Stefnt er að því að Íslandsstofa verði að sett á stofn á árinu.