Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Refsivert að kaupa vændi

Kaup á vændi eru nú refsiverð samkvæmt lögum um breytingu á almennum hegningarlögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi. Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir lagabreytinguna mikilvægan áfanga í baráttunni gegn mansali og kynferðislegu ofbeldi. Hún sé liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali sem ríkisstjórnin samþykkti í mars síðastliðnum. „Vændi er oftast sprottið af sárri neyð og jafnvel beinni nauðung. Því er fráleitt að gera þolendurna ábyrga fyrir vændi en rétt að draga til ábyrgðar þá sem nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“

Samkvæmt lögunum skal hver sá sem greiðir eða heitir greiðslu eða öðrum ávinningi fyrir vændi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Ef greitt er fyrir vændi barns yngra en 18 ára varðar það þyngri refsingu, allt að tveggja ára fangelsi. Ekki skiptir máli í hvaða formi greiðslan er en hún getur verið peningar, áfengi eða fíkniefni, hlutir, greiði eða þjónusta.

Árið 1999 settu Svíar fyrstir þjóða löggjöf sem gerði kaup á vændi refsiverð. Sambærileg löggjöf tók gildi í Noregi í byrjun þessa árs.

Tenging frá vef ráðuneytisinsFerill málsins á Alþingi



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta