Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Orðrómur um að ríkið kunni að þurfa að taka yfir rekstur Icelandair er tilhæfulaus

Fréttatilkynning nr. 25/2009

Orðrómur um að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekstur flugfélagsins Icelandair að hluta til eða öllu leyti er tilhæfulaus með öllu.

Fjármálaráðherra hefur engar upplýsingar um annað en að rekstur flugfélagsins gangi eftir atvikum og miðað við aðstæður vel. Má halda því fram að félaginu hafi tekist vel til í afar erfiðu starfsumhverfi að undanförnu. Þó erfiðleikar kunni að herja á einhverja í eigendahópi félagsins, eins og því miður mjög marga aðra, um þessar mundir, breytir það ekki því sem að ofan greinir um stöðu félagsins og dugmikla baráttu stjórnenda þess við erfiðar aðstæður.


Fjármálaráðuneytinu, 23. apríl 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta