Bók um áhrif kvenna á umhverfið
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók við eintaki af bókinni Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl á samkomu hjá bókaútgáfunni Sölku á degi jarðar 22. apríl. Höfundur bókarinnar er Guðrún G. Bergmann. Bókin fjallar um þau áhrif sem konur geta haft á umhverfið og samfélagið, með því að beina innkaupum sínum og lífsmáta inn á grænni brautir.
Bókinni er pakkað í pakkað í maíssterkjufilmu sem framleidd er hjá Plastprent sérstaklega til þessara nota. Bókaútgáfan Salka mun framvegis hætta notkun plastefna í bókapökkun. Maíssterkja brotnar niður í náttúrunni og eyðist á 10 – 45 dögum.
Í tengslum við útgáfu bókarinnar verður opnuð heimasíðan www.graennlifsstill.is. Um er að ræða gagnvirkan vef þar sem verða ýmsir fróðleiksmolar og ráð um hollustu og umhverfisvernd; fylgst verður með nýjungum og umræðum á þessu sviði og síðan getur fólk sent inn sín eigin ráð, spurningar og reynslusögur.