Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerð um breytingu á skilyrðum rétthafa til lækkunar á vörugjaldi af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætlaðar til ökukennslu

Fréttatilkynning nr. 26/2009

Fjármálaráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um breytingu á skilyrðum rétthafa til lækkunar á vörugjaldi af leigubifreiðum til fólksflutninga og bifreiðum ætlaðar til ökukennslu. Í 15. grein reglugerðarinnar er kveðið á um að vörugjald af slíkum bifreiðum skuli lækka hafi rétthafi í tekjur að lágmarki 70% af reiknuðu endurgjaldi í staðgreiðslu, skv. viðmiðunarreglum sem fjármálaráðherra gefur út. Uppfylli rétthafi ekki sett skilyrði ber honum að endurgreiða mismuninn á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar. Hingað til hefur ekki verið heimild til að fallast á lægra reiknað endurgjald vegna sérstakra aðstæðna rétthafa sem í vissum tilvikum hefur komið hart niður á rétthöfum, t.d. vegna veikinda eða ef bifreið ónýtist

Með þeirri reglugerðarbreytingu sem gefin var út í dag er tollstjóra veitt heimild til þess að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur rétthafa sem réttlætt getur slíka ákvörðun.

Fjármálaráðuneytið, 26. apríl 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta