Starfshópur sem kannar hvort auka megi hagnýtingu húsdýraáburðar frá svínum og alifuglum, einkum í kornrækt settur á laggirnar
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sett á laggirnar starfshóp sem
hefur með höndum það verkefni að kanna hvort og þá hvernig auka megi hagnýtingu húsdýraáburðar
frá svínum og alifuglum, einkum í kornrækt. Kristinn Hugason deildarstjóri í sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu stýrir starfi þessa hóps en með honum eru fulltrúar starfandi bænda,
Bændasamtakanna og Matvælastofnunar.