Nýjar tilllögur um stöðu barna í ólíkum fjölskyldugerðum
Nefnd félags- og tryggingamálaráðherra um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra og réttarstöðu barna þeirra hefur skilað ráðherra tillögum sínum.
Nefndin leggur meðal annars til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbót atvinnuleysisbóta vegna barna. Í skýrslu nefndarinnar koma einnig fram tillögur um heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá, rétt forsjárlausra foreldra til aðgangs að upplýsingum, möguleika þess að barn eigi tvö lögheimili, heimild sýslumanna til að úrskurða um umgengnisrétt afa og ömmu við barnabörn sín og tillaga um afnám þess fyrirkomulags að stjúp- eða sambúðarforeldri fái sjálfkrafa forsjá yfir barni.
Nefndin var skipuð árið 2007 í sambandi við fjögurra ára aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna.
Fréttatilkynning frá 24. apríl 2009 með helstu tillögum nefndarinnar (PDF, 77KB)
Skýrsla um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum(PDF, 1.220KB)