Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2009 Matvælaráðuneytið

Nr. 18/2009 - Reglugerð um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum

Þann 18. febrúar sl. tiltók Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttatilkynningu og á blaðamannafundi varðandi hvalveiðimál, meðal annars eftirfarandi:

“Afmörkuð verða svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar. Þetta er gert á grundvelli laga og til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina.”

Í kjölfarið fól ráðherra Hafrannóknarstofnun að útbúa tillögur að slíkum svæðum að undangengnu samráði við hagsmunaaðila. Í lok mars bárust tillögur Hafrannsóknastofnunar og hafa þær síðan verið til kynningar á vefsvæði ráðuneytisins og mögulegt hefur verið að koma að athugasemdum.

Að fengnum þessum tillögum og athugasemdum sem borist hafa hefur Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skrifað undir reglugerð þar sem tvö hvalaskoðunarsvæði eru afmörkuð í Faxaflóa og milli Tröllaskaga og Mánáreyja norður af Tjörnesi.

Augljóst er að hér eru mismunandi hagsmunir á ferðinni, en tilgangurinn með afmörkun svæðanna er að draga úr hagsmunaárekstrum og hljóta þeir aðilar sem í hlut eiga að virða það. Það er von sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að ákvörðun þessara svæða megi verða til þess að þær tvær atvinnugreinar sem um ræðir geti eftirleiðis starfað í betri sátt.

Hér má sjá reglugerðina um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.

Hér má sjá kort af svæðunum sem er bannað að veiða hvali

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta