Er nýting jarðvarma sjálfbær?
Á 13. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um áhrif jarðvarmavirkjana á háhitasvæði og loftgæði. Á fundinum mun Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla Íslands flytja erindið Háhitasvæði: umhverfisáhrif eða sjálfbær nýting. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, mun fjalla um jarðhitavirkjanir og brennisteinsvetni.
Stefnumótið fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 6. maí 2009 kl. 12:00 til 13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni.