Hjólað í vinnuna af stað
Með átakinu er meðal annars hvatt aukinnar hreyfingar landsmanna. Flutt voru nokkur ávörp við upphaf átaksins og sagði Kristján L. Möller meðal annars að fagnaðarefni væri hversu fjölgað hefði þátttakendum í gegnum árin, fyrsta árið hefðu liðin verið 71 en í fyrra eitt þúsund. Fagnaði hann einnig grósku í hjólreiðum og sagði starfsmenn samgönguráðuneytisins hafa sett sér það markmið að vinna starfsmenn félagsmálaráðuneytisins sem er einnig til húsa í Hafnarhúsinu eins og samgönguráðuneytið.
Landsmenn voru í ávörpunum hvattir til að taka þátt í átakinu með því að ganga eða hjóla til vinnu og efla með því líkamlega sem andlega vellíðan sína.
Vefsíða átaksins: Hjólað í vinnunaBorgarstjóri, ráðherrar og fleiri áhugamenn um hjólreiðar hófu átakið formlega í Laugardalnum í morgun. |