Evrópumerkið/European Label árið 2009 til umsóknar
Evrópumerkið er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni í tungumálanámi og tungumálakennslu á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytisins. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenningin verði veitt á Evrópskum tungumáladegi 26. september nk.
Umsóknarfrestur um Evrópumerkið í ár er til 30. júní nk.
Umsóknum er hægt að skila rafrænt til Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins á slóðinni: http://www.ask.hi.is/page/evropumerki2009
Eftirfarandi evrópsk forgangssvið verða árið 2009:
-
Tungumál og fjölmenning
-
Tungumál og viðskipti
Forgangssviðin eru ekki bindandi.
-
Upplýsingar um áður styrkt verkefni
Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur Zoega á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, sími 525 5813.
-
Netfang: [email protected].
- www.ask.hi.is