Framtíðarsýn Höfðafundarins ekki lengur fjarlæg
Þriðji og síðasti undirbúningsfundur endurskoðunarráðstefnu samningsins um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT-samningsins), stendur nú yfir í New York, en ráðstefnan sjálf verður haldin í maí á næsta ári. Samningurinn sem er frá árinu 1968 er einn af hornsteinum alþjóðasamfélagsins í öryggis- og afvopnunarmálum.
Í ræðu sinni á fundinum í gær, kynnti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, áherslur íslenskra stjórnvalda í tengslum við NTP-samninginn og væntingar þeirra um árangur endurskoðunarráðstefnunnar á næsta ári. Í ræðunni kom m.a. fram að vonir væru nú bundnar við það að draumur leiðtoga risaveldanna í Reykjavík árið 1986, um útrýmingu allra kjarnavopna, gætu loksins orðið að veruleika. Ræða fastafulltrúa fylgir í pdf skjali.