Hoppa yfir valmynd
10. maí 2009 Innviðaráðuneytið

Kristján L. Möller áfram samgönguráðherra

Kristján L. Möller er áfram samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttu forsætisráðherra sem tók við í dag. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs var kynntur í dag.
Kristján L. Möller áfram samgönguráðherra
Kristján L. Möller er áfram samgönguráðherra

Í stjórnarsáttmálum kemur meðal annars fram varðandi stjórnkerfisumbætur að fækka eigi ráðuneytum úr 12 í 9 í áföngum. Segir svo um samgönguráðuneytið: ,,Nýtt ráðuneyti sveitastjórna, samgöngu og byggðaþróunar fær til viðbótar við fyrri verkefni aukið vægi varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem tengist m.a. tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, auk stefnumótunar á sviði byggðaþróunar.“

Í kafla stjórnarsáttmálans sem nefndur er sóknarstefna til framtíðar segir meðal annars: ,,Ríkisstjórnin mun efna til víðtæks samráðs undir forystu forsætisráðuneytisins um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar.“



Kristján L. Möller áfram samgönguráðherra.
Kristjáni L. Möller var fagnað af nánustu samstarfsmönnum í samgönguráðuneytinu. Með honum eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri (t.v.) og Sigurveig Björnsdóttir, ritari hans.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta