Kristján L. Möller áfram samgönguráðherra
Í stjórnarsáttmálum kemur meðal annars fram varðandi stjórnkerfisumbætur að fækka eigi ráðuneytum úr 12 í 9 í áföngum. Segir svo um samgönguráðuneytið: ,,Nýtt ráðuneyti sveitastjórna, samgöngu og byggðaþróunar fær til viðbótar við fyrri verkefni aukið vægi varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem tengist m.a. tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, auk stefnumótunar á sviði byggðaþróunar.“
Í kafla stjórnarsáttmálans sem nefndur er sóknarstefna til framtíðar segir meðal annars: ,,Ríkisstjórnin mun efna til víðtæks samráðs undir forystu forsætisráðuneytisins um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar.“
Kristjáni L. Möller var fagnað af nánustu samstarfsmönnum í samgönguráðuneytinu. Með honum eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri (t.v.) og Sigurveig Björnsdóttir, ritari hans. |