Nr. 19/2009 - Lyklaskipti í sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytinu
Jón Bjarnason, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók við lyklavöldum í ráðuneytinu úr hendi fráfarandi ráðherra; Steingríms J. Sigfússonar, sunnudagskvöldið 10. maí 2009. Athöfnin fór fram á skrifstofu ráðherra á 6. hæð Skúlagötu 4.
Jón Bjarnason Jón er fæddur í Asparvík í Strandasýslu 26. desember 1943. For.: Bjarni Jónsson f. 2. september 1908, d. 10. janúar 1990, útvegsbóndi og k. h. Laufey Valgeirsdóttir f. 19. ágúst 1917, d. 6. febrúar 2007.
Eiginkona Jóns er Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir, þroskaþjálfi. Jón lauk stútendtsprófi frá MR 1965. Búfræðipróf Hvanneyri 1967. Búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1970. Jón stundaði kennslu í mörg ár og var skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal 1981-1999.
Jón var formaður stjórnar Kaupfélags Stykkishólms 1977-1981, oddviti Helgafellssveitar 1978-1982, fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1978-1982 og fulltrúi í búfræðslunefnd 1981-1999. Jón var kosinn á Alþingi 1999 fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð 1999 og hefur setið á Alþingi síðan.
Alþm. Norðurl. v. 1999-2003, alþm. Norðvest. síðan 2003. Formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs síðan 2009. Fjárlaganefnd 1999, samgöngunefnd 1999-2003, landbúnaðarnefnd 2003-2007, sjávarútvegsnefnd 2006-2007, viðskiptanefnd 2007-2009, efnahags- og skattanefnd 2009. Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2007.
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.