Ný ríkisstjórn skipuð - fjórir nýir ráðherrar
Í nýrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eru 12 ráðherrar. Átta sátu í síðustu ríkisstjórn en frá ríkisstjórnarborði nú hverfa þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Fjórir nýir ráðherrar setjast í ríkisstjórnina, þau Jón Bjarnason, Katrín Júlíusdóttir, Árni Páll Árnason og Svandís Svavarsdóttir.
Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru:
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra
Kristján L. Möller, samgönguráðherra
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra
Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
Nánar á vefnum stjornarrad.is: