Ráðherraskipti í félags- og tryggingamálaráðuneytinu
Árni Páll Árnason, nýr félags- og tryggingamálaráðherra, tók við lyklum að ráðuneytinu í dag úr hendi fráfarandi ráðherra, Ástu R. Jóhannesdóttur. Ásta kvaddi starfsfólk ráðuneytisins og óskaði arftaka sínum velfarnaðar í starfi.
Árni Páll tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í Evrópurétti. Á Alþingi hefur hann setið í heilbrigðis- og trygginganefnd, heilbrigðisnefnd, utanríkismálanefnd, viðskiptanefnd, menntamálanefnd og gegnt formennsku í allsherjarnefnd ásamt formennsku í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Æviágrip ráðherrans á vef Alþingis