Ragna Árnadóttir áfram dóms- og kirkjumálaráðherra
Ragna Árnadóttir gegnir áfram embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem tók við í dag, 10. maí 2009. Hún hefur verið ráðherra frá 1. febrúar sl. er hún tók sæti í ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ragna er þriðja konan sem gegnir embætti dómsmálaráðherra en hún á ekki sæti á Alþingi.
Ragna gegndi embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu frá 15. janúar til 1. febrúar á þessu ári en var áður skrifstofustjóri lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 15. apríl 2002.
Sjá samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar hér.