Dagskrá ráðstefnu sem haldin er í tilefni UT- dagsins 2009
Í tilefni af degi upplýsingatækninnar, UT-deginum, verður haldin ráðstefna þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni sem verkfæri til að lækka kostnað og bæta þjónustu. Þar verður m.a. kynnt aðferðafræði til að meta kostnað og ávinning af upplýsingatækniverkefnum og sagt frá verkefnum þar sem góður árangur hefur náðst. Að ráðstefnunni standa forsætisráðuneyti, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Skýrslutæknifélag Íslands.
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Hilton Nordica þriðjudaginn 19. maí n.k.
Hægt er að skrá sig á vefnum sky.is, með tölvupósti á [email protected] eða í síma 553 2460.
Dagskrá (dagskráin til útprentunar á PDF-formi)
12:00 |
Skráning og afhending ráðstefnugagna Spjall með sérfræðingum. Umræðuefni eru eftirfarandi:
|
13:00 | Ávarp, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra |
13:15 | Upplýsingatækni til endurreisnar - Netríkið Ísland Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti |
13:35 | Hvernig má minnka fyrirhöfn borgara við að sækja opinbera þjónustu - Arðsemi rafrænnar stjórnsýslu og einfaldara regluverks frá sjónarhóli notenda Jón Óskar Hallgrímsson, hagfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hf. |
14:00 | Aukin þjónusta með minni tilkostnaði Stefán Eiríksson, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halldór Halldórsson framkvæmdastjóri LRH |
14:20 | Kaffi og spjall með sérfræðingum |
14:40 | Verkfærakista fyrir rafræna stjórnsýslu - í boði forsætisráðuneytis Halla Björg Baldursdóttir, verkefnastjóri í rafrænni stjórnsýslu, forsætisráðuneyti |
15:00 | Opinber gögn: Falinn fjársjóður Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket |
15:20 | Heilbrigðisþjónusta á Netinu Kristján G. Guðmundsson, yfirlæknir Heilsugæslunni Glæsibæ |
15:40 | Facebook og samskiptasamfélög Maríanna Friðjónsdóttir, sjálfstætt starfandi framkvæmda- og leikstjóri |
16:00 | Lokaorð Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, fyrir hönd Félags forstöðumanna ríkisstofnana. |
16:10 | Ráðstefnuslit |
16:10 -17:00 | Spjall með sérfræðingum |
Ráðstefnustjóri: Þórólfur Árnason, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og forstjóri Skýrr.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 7.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 9.500 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 4.000 kr.