Katrín Jakobsdóttir nýr samstarfsráðherra
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra er jafnframt samstarfsráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Katrín er fædd 1976 og tók sæti á Alþingi 2007. Hún er varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Katrín er cand mag i íslenskum bókmenntum og hefur m.a. setið í borgarstjórn Reykjavíkur og starfað við kennslu og útgáfu.
Eitt fyrsta embættisverk Katrínar í Norrænu ráðherranefndinni þar sem Íslendingar fara með formennsku á árinu 2009, var að stýra fundi norrænu samstarfsráðherranna í byrjun júní.