Styrkur til náms í Japan (framhaldsnáms á háskólastigi)
Ríkisstjórn Japans mun veita 2 íslenskum ríkisborgurumMonbukagakusho (MEXT) styrki til rannsóknarnáms á framhaldsstigi í Japan.
Hvor styrkur verður í boði frá og með apríl eða október 2010.
Ríkisstjórn Japans mun veita 2 íslenskum ríkisborgurum Monbukagakusho (MEXT) styrki til rannsóknarnáms á framhaldsstigi í Japan.
Hvor styrkur verður í boði frá og með apríl eða október 2010.
Þeir sem hefja nám í apríl, munu halda styrknum í tvö ár, á meðan þeir sem hefja nám í október, munu halda styrknum í 18 mánuði.
Ríkisstjórn Japan sér fyrir flugfari, skólagjöldum og mánaðarlegum styrkgreiðslum (á fjárhagsárinu 2009, var mánaðarlegur styrkur 152.000 yen).
Þeir sem eru fæddir 2. apríl 1975, eða seinna, og hafa lokið grunnnámi í háskóla þegar styrktímabilið hefst eru gjaldgengir til að sækja um MEXT rannsóknarnámsstyrkinn. Umsækjendur verða að sækja um í áframhaldandi nám af þeim toga sem þeir hafa þegar lokið, eða skyldum fögum.
Fög, svo sem hefðbundin leiklist og sértæk menningartengd fög, sem alla jafnan eru ekki kennd við japanska háskóla eru ekki styrkhæf, nema að viðkomandi háskóli hafi þegar tryggt inngöngu. Lesa má frekar um skilmála styrksins í leiðarvísi á netinu (sjá neðar).
Umsækjendur verða að vera að vel á sig komnir, líkamlega og andlega, auk þess að hafa til að bera áhuga á að læra japönsku. Ætlast er til þess að styrkþegar verði komnir til Japan milli 1. og 7. apríl 2010, eða innan tveggja vikna frá því að viðkomandi háskóli hefur kennsku á önninni.
Umsjón með forvali verður í höndum Sendiráðs Japans á Íslandi í samstarfi við Menntamálaráðuneyti Íslands. Umsóknir tveggja umsækenda verða svo áframsendar til Menntamálaráðuneytis Japans þar sem umsóknir verða endanlega samþykktar.
Leiðarvísir með umsókn og eyðublöð má nálgast á slóðina: http://www.studyjapan.go.jp/en/toj/toj0307e.html#1
Útfylltum umsóknum skyldi skilað inn til Sendiráðs Japans eigi síðar en 26. júní 2009.
Umsóknir sem ekki eru fullkláraðar, eða skilað er inn seint, hafa neikvæð áhrif á stöðu umsækjenda.
Allir umsækendur sem teljast hæfir verða boðaðir í viðtal, auk prófs í japönsku og ensku, við Sendiráð Japans í upphafi júlí 2009.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í Sendiráði Japans, veffang: [email protected] eða í síma 510-8600.