Hoppa yfir valmynd
18. maí 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Morgunverðarfundur um ágengar framandi tegundir

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til morgunverðarfundar á degi líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí, kl. 8:00 til 10:00 í Sunnusal Hótel Sögu. Fjallað verður um ágengar framandi tegundir. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst á ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra kl. 8:30. Flutt verða fjögur erindi og opnað verður fyrir umræður að þeim loknum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands stýrir fundinum. 

Erindi:

  • Yfirlit yfir stöðu líffræðilegrar fjölbreytni hér á landi. Snorri Baldursson.
  • Ný og óvelkomin smádýr nema land með hlýnandi loftslagi. Erling Ólafsson.
  • Nýjar ferskvatns- og sjávartegundir hér á landi. Guðni Guðbergsson og Guðmundur Guðmundsson.
  • Framandi plöntutegundir. Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Sigurður Magnússon.

Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á [email protected]. Aðgangur er ókeypis.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta